fimmtudagur, mars 24

my bad thoughts have made me good

í gær sá ég draug.....
ég var bara kasúalli á gangi niður Laugaveginn þegar ég sá draug...sem einnig sá mig en horfði í gegnum mig....þannig að kannski er ég bara draugurinn?.....en draugar eiga að láta vita ef þeir ætla að fara á stjá; svona svo maður geti undirbúið sig, þó það væri nú ekki nema einn fyrirboði í draumi eða svo.

ljósapera sprakk fyrir ofan mínu fögru heilageymslu þegar það rann upp fyrir mér að þetta er í raun og veru fyrsta sinn sem ég er ALEIN. ég hef aldrei aldrei verið alveg ein. ég hef verið á lausu en þá hef ég líka alltaf á "vin" eða verið að danglast í fyrrverandi; mér gengur ill að hætta með strákum og þeim með mér- það er alltaf ákveðið post dill going on-, en þetta er í fyrsta sinn sem að frk.Sigríður er ekki með e-ð símanúmer sem hún getur.....sent eitt lítið sms í.... frekar skrýtin uppgvötun; alltaf að læra e-ð nýtt.....

ég er talin vera fljótfær týpa. sem er gott.svona oftast....
á þriðjudagskvöldið fannst mér alveg sniðugast í heimi að byrja að pakka og þannig "flýta" fyrir mér því að ég fer út dagin eftir seinasta prófið og partý ársins. Allt í góðu með það. ég var svo heppin þegar ég var að labba niður Laugaveginn að ég rakst á kalla með kassa og ég fékk nokkra hjá þeim; klárlega sign um það að ég ætti að byrja að pakka!
ég fer heim og fer í pökkunarham.....og fimm kössum seinna og semi tómu herbergi var ég bara komin ágætlega á vel...nema hvað; ég er svo mikið nörd....ég pakkaði niður bókinni sem ég þurfti að nota fyrir ritgerðina mína....ARG..... ég var ekki að meika að fara í gegnum þetta allt saman aftur þar sem að ég varð ofvirk í límbandinu og skipulagningu....
það er sémsagt ekki alltaf gott að vera spontant.

ég gæti aldrei verið minimalisti, það er alveg á hreinu, svona hvítir tómir veggir og lítið af dóti er ekki málið, ekki fyrir mig. mér finnst reyndar svoleiðis íbúðir flottar en ég er bara regnbogabirta þannig að það bara virkar ekki alveg.

í gær var flipp vikunnar með Önnu K......
við fórum á upptöku þáttarins Það var lagið með Hemma Gunn.......spes.....
ég meina, þegar ég var lítil og Hemmi var á stöð1 þá hugsðai ég geðveikt oft hvað ég væri til í að vera þarna í salnum og hversu kúl krökkunum í skólanum myndi finnast ég ef ég hefði verið þar....ég er nú frekar retro fíling þessa dagana þannig að ég hugsaði bara með mér; afhverju ekki?!
enn og aftur, það að vera spontant er ekki alltaf gott.
við mætum þarna í Loftkastalinn og gerum okkur líklegar til að fálma eftir ÓKEYPIS bjór.....sem svo kostaði 300 kr....hmmm....einhverjar bjöllur fóru af stað í höfðinu mínu; 300 kr er EKKI ókeypis...enn undarlegt.....jamms, enginn frír bjór og einhver kelling að missa sig í raddæfingum að reyna að "hrista hópinn saman"....allt gott og blessað.....jajá sumum finnst svona voðalega gaman...
áfram hélt "flippið" sem var eiginlega bara að verða frekar halló....en ég fékk ókeypis bjór eftir að hafa röflað í Sólveigu....okkur var svo ýtt inn í salinn og við stelpurnar fórum efst þar sem okkur var lofað að við yrðum ekki í mynd...
ég get bara ekki að því gert að ég sé ekki komin með meiri þroska en svo að ég get bara ekki misst mig í gleði og söng á sjónvarpi án þess að vera hauslaus....og ég var allt annað en hauslaus
ég lenti í sæti með mest óflattering birtu (Oprah hefði aldrei samþykkt þetta appelsínugula ljós) þannig að ég færði mig....BIG MISTAKE.....
í fyrsta auglýsingahléi var ég látinn færa mig og var sett hinum megin í salinn beint fyrir aftan helvítis kamerurnar við hliðina á áttræðri konu (sem var reyndar allt í lagi; vonandi lúkkaði ég bara betur fyrir vikið).....great!! fullt af einhverjum íslenskum lögum sem ég kunni ekki stakt orð í og engin mjöður......
ég er viss um að ég hefði misst mig hefði ég bara fengið 3 epla og kannski 2 bjóra í viðbót og fengið að sitja annars staðar....
en já flipp vikunnar... (það líka rann upp fyrir mér að "kúl" fólkið er ekki heima að horfa á Hemma Gunn á föstudagskvöldi þannig að þetta er kannski ekki svo hræðilegt....eftir allt saman)

flippið stoppaði ekki þarna...oh nei....
ég og Anna fórum á Vegamót og sátum þar í góða tvo tíma að skoða fólk....eða réttar sagt, ljóshærðar stelpur í flegnum júníform bolum, kúrekastígvélum og stuttum gallapilsum og stráka sem eru í viðskiptafræði og lögfræði í HÍ og HR...skemmtilegt....reyndar er þetta eitt af uppáhaldshobbíunum mínum en ég var ekki nógu stemmd í gær... ég held að ég hafi einu sinni hösslað inni á Vegamótum og það þótti til tíðinda; þarna inni reyni ég ekki einu sinni við strák, það mun bara einhver ljóshærð stelpa skalla mig með sílíkon brjóstunum sínum og blinda mig með Lovespell.....siggan var sémsagt bara róleg; ég er líka enn að ná mér eftir allt actionið sem hefur verið koming mæ way seinustu vikurnar.....einmitt það já.

reyndar....lenti í einum Kalla Bjarna í gær inni á Vegamótum þegar ég var að fara út; "hef ég ekki séð þig áður?" ég: ha jú, ég er stundum í sjónvarpinu...... (eða meira svona, ha nei held ekki og labbað í burtu)...
ég og grindvískir sjómenn með aflitað hár og vöðva til að láta Schwartseneggerinn svitna eigum einfaldlega ekki samleið; vil ég meina.

í dag er planið að byrja á skýrlsunni minni um rottuna sniffy og kannski pakka smá..og já, my bró is coming for a visit....við ætlum að búa til fjölskyldumyndaalbúm svo hann geti gengið frá umsókninni um skiptinema til BNA næsta haust....skemmtilegt það. kannski ég vaski snöggvast upp...

hey íbúðin mín losnar 20.maí þannig að ef einhver hefur áhuga á að leigja hana áfram......endilega hafði samaband :)

pabbi og torfi bró sögðu að ég ógnaði strákum og að þeir væri hræddir við mig; tveir vinir mínir tóku undir þetta...frábært....ég held að ég snúi mér að ömbunum eða breytist bara í tvíkynja orm sem sér um sín mál sjálfur...takk fyrir það.

stefnir í non dramatíska páska.....JEY

stelpan er farin að gera e-ð....eins og að vaska upp...hmmm...langar í ísbíltúr á eftir...gott plan...
hey hvernig er páskaeggja staðan hjá fólki? ég er komin með 2 ligga ligga lái...

until we meet again....

2 ummæli:

eks sagði...

humm pabbi og brósinn minn segja að ég sé of frek,feit og of mikill "persónuleiki" (ekki jákvætt) til að vera í sambandi og vilja meina að ég eigi að vera ein, það sé best fyrir mig... þannig að það er greinilega EKKERT að marka komment úr þessari áttinni :) hafðu það gott og takk fyrir seinast bestasta

Mia sagði...

haha, en hvað pabbi þinn og bróðir eru dásamlegir ;)